Hvasst er á Siglufirði og gengur á með snörpum hviðum.

Björgunarsveitin Strákar strendur í ströngu, fregnir hafa borist af lausum þakplötum og fór einangrun og þakpappi af húsi á horni Aðalgötu og Grundagötu.

Eigandi hússins hefur staðið í stórræðum að undanförnu, tvisvar hefur lekið inn í húsið í rigningunum á síðustu dögum og nú er þakið í hættu.

Myndir/ Brynja Baldursdóttir