Ljóðahátíðin Haustglæður stendur fyrir frumflutningi í Gránu kl. 20.00 í kvöld laugardaginn 28. september – Með fjöll á herðum sér

Í ár er aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar. Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður, leikur og syngur eigin lög við ljóð skáldsins. Lengd sýningarinnar er um 40 mínútur.

Glæsileg dagskrá ljóðahátíðar heldur áfram á sunnudag og mánudag.

Sunnudagur 29. sept. kl. 16.00 Ljóðasetur Íslands – Lesið og sungið úr nýju ljóðasafni Stefáns frá Hvítadal.
– Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir sjá um dagskrána.

Mánudagur 30. sept. Gísli Súrsson – Leiksýning frá Kómedíuleikhúsinu í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og Fjallabyggðar.

Það eru Umf Glói og Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni.