Í dag, laugardaginn 28. september kl. 11, hefst tippleikur KF, “Tröllatippið” á Siglufirði.

Leikurinn stendur til kl. 13 og fer fram að Suðurgötu 10 á Siglufirði, þar sem Kveldúlfur, Bjór og bús er til húsa.

Alls eru 24 lið skráð til leiks í tveimur deildum, en enn er pláss fyrir eitt til tvö lið til viðbótar.

Höfuðpaurar Tröllatippsins eru Grétar Sveins, Ægir Bergs og Valur Bjarna.

Leikurinn er í samvinnu við Íslenska Getspá, en með því að tippa með Tröllatippurum fær KF hærri prósentu en þegar tippað er “niður í bæ” eins og sagt er.

Tippað er á enska boltann, landsleiki, meistaradeildina, Evrópudeildina og “bara allt sem hægt er að tippa á” eins og Ægir Bergs komst að orði í stuttu spjalli við Trölla.is í gærkvöldi, en Ægir hefur haldið utan um skráningar og framkvæmd Tröllatippsins síðan 2005.

Fyrirkomulagið er 3 stig fyrir vinning og 1 stig fyrir jafntefli.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hjá Tröllatippurum á vefsíðunni trolli.is.