Viltu vera með okkur í liði? Slökkvilið Fjallabyggðar leitar að öflugum einstaklingum.

Slökkvilið Fjallabyggðar leitar að öflugum einstaklingum, konum jafnt sem körlum, sem vilja taka þátt í starfi slökkviliðsins. Um hlutastarf er að ræða sem sinnt er á æfingu, í námi og útkall, svo sem vegna bruna, mengunaróhappa, umferðarslysa og fleira.

Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga, eru til staðar í samfélaginu og vilja láta gott af sér leiða í krefjandi starfi.

Mynd úr dagatali slökkviliðsmanna

Þeir sem koma til greina þurfa að hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. Auk þess að hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið. Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu, og standast þrekpróf slökkviliðsmanna.
*heimilt er að víkja tímabundið frá skilyrðum.

Skilyrði er að umsækjandi hafi fasta búsetu og atvinnu í Fjallabyggð. Sótt er um starfið á vef Fjallabyggðar – Rafræn Fjallabyggð með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir slökkviliðsstjóri í síma 860 0092 eða johann@fjallabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2021.