Framhaldsskólakennari í félagsgreinum og sálfræði

Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir framhaldsskólakennara í 100% stöðu
til að kenna félagsgreinar og sálfræði frá 1. ágúst 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð í starfi sínu samkvæmt reglugerð 1100/2007, 7. grein.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa hæfni og rétt til að nota starfsheitið kennari og vera með sérhæfingu til að kenna bóknámsgreinar á 2. – 4. hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, auk almennrar hæfni á viðkomandi fræðasviði sem krafist er við námslok á stigi 1.2 samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður eins og stendur í lögum nr. 95 frá 1. júli 2019.

Að auki þarf viðkomandi kennari að 

  • vera lipur í notkun upplýsingatækni og hafa reynslu af notkun hennar í námi- og kennslu
  • vilja vinna eftir einkunnarorðum skólans; frumkvæði – sköpun – áræði
  • hafa reynslu af fjarkennslu-, fjarvinnu og fjarsamstarfi
  • mjög góða samskipta- og samstarfshæfni
  • vilja til þróunar í starfi og starfsháttum

Eftirsóknarvert er ef umsækjendur hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist skólanum umfram það starf sem er auglýst.

Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir, virka notkun kennslukerfis (Moodle) og fjölbreytt námsmat með sérstakri áherslu á vendikennslu og leiðsagnarmat. Reynsla á því sviði er því mikill kostur. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Einkunnarorð Menntaskólans á Tröllaskaga eru: Frumkvæði, sköpun og áræði.
“Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið og umhverfi skólans.”

Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans við KÍ. Auglýsingin gildir í 6 mánuði.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.05.2021

Nánari upplýsingar veita:

Lára Stefánsdóttir – lara@mtr.is – 460 4240
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir – villa@mtr.is – 460 4240

Smelltu hér til að sækja um starfið