Veðurstofa Íslands veitti undanþágu til að starfrækja Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði, en svæðið er á snjóflóðahættusvæði.

Egill Rögnvaldsson forstöðumaður skíðasvæðisins sagði í viðtali á RUV að svæðið verði kannað alla morgna og ekki opnað ef snjóflóðahætta er til staðar.

Egill Rögnvaldsson sagði jafnframt „Staðan er þannig núna að við ætlum bara að keyra á opnun og stefnum á að opna núna 4. desember en það verður bara á undanþágu eins og þetta er búið að vera undanfarin ár. Maður getur aldrei útilokað snjóflóð. Það er eitt sem er alveg klárt en þetta náttúrlega verður undir ströngu eftirliti með svæðið eins og undanfarin ár og svæðið tekið út á hverjum degi þannig að það verður enginn á svæðinu ef það er snjóflóðahætta.“