Um helgina er haldið Sigló Hótel Benecta mót BF 2019 í Fjallabyggð og verður keppt í íþróttahúsunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Búist er við um 500 blakmönnum og konum svo það verður mikið um að vera í kringum mótið.

Leiknir verða 161 leikir og eru 42 kvennalið skráð til leiks og 21 karlalið. Leikir hófust kl 18:00 í gærkvöldi og var spilað til ca 23:00. Í dag er svo spilað frá 08:00 til ca 18:00.

Mótinu lýkur með lokahófi sem fram fer á Rauðku í kvöld og hefst það að lokinni blakstemningunni í Bátahúsinu.

 

 

Myndir: Blakfélag Fjallabyggðar