Föstudaginn 11. september síðastliðinn flutti Róbert Guðfinnsson mjög áhugavert erindi sem hann nefnir “Dauðadalirnir tveir”, sjá fyrri frétt hér.

Erindi Róberts var liður í Haustráðstefnu Advania, sem stóð yfir dagana 10. og 11. sept, þar sem margir menn og konur komu fram með ýmis erindi. Umgjörðin var hin glæsilegasta og var ráðstefnan sýnd beint á netinu.

Trölli.is fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert til að birta erindi hans “Dauðadalirnir tveir” sem hægt er að horfa á hér neðar.