Á morgun föstudaginn 11. september n.k. verður Róbert Guðfinnsson athafnamaður á Siglufirði með erindi sem hann kallar “Dauðadalirnir tveir”.

Róbert hefur undanfarin ár staðið fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Siglufirði og hefur mikla reynslu þegar kemur að nýsköpun, stofnun og rekstri stórra fyrirtækja, hérlendis sem erlendis.

Hægt er að skrá sig rafrænt á ráðstefnuna hér og er aðgangur ókeypis.

Ráðstefnan sem stendur yfir dagana 10. – 11. september, er rafræn, frí og öllum opin.

https://haustradstefna.advania.is/