Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar eins og sjá má í fundargerð Bæjarráðs.

“1. 1807056 – Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar
Lagðar fram umsóknir umsækjanda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Eftirtaldir sóttu um starfið:
Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

Umsækjendur voru öll metin hæf og voru boðuð í viðtöl. Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar tóku starfsviðtöl við umsækjendur og var Erla Gunnlaugsdóttir metin hæfust.

Á 57. fundi Fræðslu- og frístundanefndar þann 9. ágúst sl. lagði deildarstjóri félagsmáladeildar fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmálanefndar í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og bíður Erlu velkomna til starfa.”

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir/Fjallabyggð
Mynd: í einkaeign