Víða var fal­legt vetr­ar­veður um helg­ina og var það kærkomið eftir óveðurskaflann undanfarið.

Á Siglufirði var yndislegt veður og nutu margir útiverunnar og sólargeislanna.

Ingvar Erlingsson tók fram drónann og smellti af þessum flottu myndum yfir bænum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga er hæg suðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en austan og suðaustan 8-13 m/s syðst og stöku él vestantil. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en kringum frostmark syðst.

Myndir/Ingvar Erlingsson