Þáttagerðafólk FM Trölla fór í það að bjóða vinum sínum upp á að líka við facebook síðu Trölla í gær, sunnudaginn 31. janúar.

Hefur það gengið vel og er markmiðið að komast yfir 2.000 fylgjenda markið í vikunni, en þeir voru 1.753 í gær.

Ef þú lesandi góður hefur ekki “lækað” við facebooksíðu FM Trölla og Trölli.is er um að gera að bæta úr því. “LÆKA” VIÐ SÍÐU HÉR.

Síðan deilir öllum fréttum sem birtast á Trölli.is og ýmsum fróðleik um FM Trölla.

Í dag eru 11 þáttagerðamenn á FM Trölla og nokkrir skemmtilegir pennar sem skrifa greinar og pistla á Trölli.is, fyrir utan fréttaritara sem sjá um daglegt utanumhald á fréttavefnum.

Forsíðumynd/ Andri Hrannar Einarsson