Dúettinn Huldumaður og víbrasjón er á ferðalagi um landið og mun kl. 20 á föstudaginn 2. júlí, halda tónleika á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði.

Dúettinn skipa þau Hekla Magnúsdóttir þeramínleikari og Sindri Freyr Steinsson gítarleikari og munu þau flytja sönglög Magnúsar Blöndal í nýjum rafbúningi fyrir þeramín, gítar, flautu og hljóðgervil.

Magnús Blöndal er þekktur sem frumkvöðull í íslenskri raftónlist og einnig fyrir lagið Sveitin milli sanda.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sjá einnig eldri og ítarlegri frétt hér á trolli.is