Líkt og tvo síðustu vetur er boðið upp á ýmis viðfangsefni í Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar, sem er strax að loknum skóladegi nemenda í 1. – 4. bekk. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og flestir nemendur þessara bekkja taka nú þátt.

Fjögur íþróttafélög bjóða upp á æfingar í Frístund þetta haust. Það eru Blakfélag Fjallabyggðar (BF), Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF), Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS) og Ungmennafélagið Glói sem er með íþróttaskóla fyrir tvo yngstu árgangana en hin félögin eru með æfingar fyrir alla fjóra árgangana í sínum sérgreinum.

Æfingar hafa gengið vel í haust og þátttakendur taka stöðugum framförum.

Mynd og heimild: Frétta- og fræðslusíða UÍF