Nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar samþykkt. 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032. Tillaga nýs aðalskipulags var auglýst frá 16. apríl til 28. maí 2021. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og er brugðist við þeim í 2. hluta greinargerðar aðalskipulagsins undir kafla 7.3.

Tillaga að nýju aðalskipulagi hefur nú verið send Skipulagsstofnun til lokaafgreiðslu og við gildistöku hennar fellur eldra skipulag úr gildi sem staðfest var 22. desember 2010.

1. Hluti – Forsendur
2. hluti – Skipulagsákvæði og landnotkun
3. hluti – Umhverfisskýrsla
4. hluti – Viðaukar
Þéttbýlisuppdráttur
Sveitarfélagsuppdráttur