Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í janúar ár hvert og voru verðlaunin veitt þriðjudaginn 25. janúar. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Verðlaun eru veitt í flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabóka. Þrjár þriggja manna tilnefningarnefndir eru skipaðar af Félagi íslenskra bókaútgefenda, þær velja fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr.

Formenn nefndanna þriggja mynda þá dómnefnd ásamt forsetaskipuðum nefndarformanni og velur sú nefnd eina bók í hverjum flokki sem hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka.
Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af kjaftshöggum (JPV útgáfa)
Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika (Angústúra)
Sigrún Helgadóttir: Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II (Náttúruminjasafn Íslands)

Þess má geta að Hallgrímur hafði áður hlotið verðlaunin bækurnar, fyrir Höfund Íslands árið 2001 og Sextíu kíló af sólskini árið 2018.

Mynd/islit.is