Messufall nr. II, og fleiri sorgarfregnir.

Góðir Íslendingar og aðrir nágrannar!
Það er með tregablöndnu óyndi sem Andans Truntur tilkynna að í þessari viku verður ekki þáttur.
Óyndið breytist síðan í hreina skelfingu vegna þess sem hér verður tíundað: Trunturnar þrjár hafa ákveðið að þátturinn renni sitt skeið á enda í þessum mánuði. Eru því einungis tveir þættir eftir, þann 24. og 31. mars. Er því eins gott að leggja við hlustir, síðustu forvöð að heyra snilldina! Höfum vjer truntur af þessu tilefni ákveðið að enda með miklum bravúr og glæsibrag, henda í eins og eitt bútasaumslag jafnvel, af tilefninu, í öllu falli gera eitthvað geggjað í kveðjuskyni.
Meira um það síðar!

Yðar að eilífu, Andans Truntur.