Tölli.is fékk ábendingu um frétt sem birtist á Miðjan.is í gær.

Fréttin var þess efnis að kostnaðurinn við gistingu á Siglufirði væri of mikill fyrir fjölskyldu sem hugðist gista í bænum í nokkra daga.

Almennu herbergin eru fullbókuð þessar dagsetningar og einungis svítur í boði


Trölli.is hafði í kjölfarið samband við Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur hótelstjóra á Sigló Hótel og spurðist fyrir um þessa frétt.

Sagði hún að Sigló Hótel hefði lækkað verð á öllum herbergjum fyrir utan svítur í sumar. Herbergisverð fyrir tveggja manna herbergi væri 22.000 kr. með morgunmat og aðgangi að heitum potti og gufubaði.

Fullbókað var á hótelinu í júlí, fullt margar dagsetningar í ágúst og vel bókað fram í september.

Sigló Hótel er með hæstu einkunn hótela á Booking yfir Ísland og láta gestir afskaplega vel af dvöl sinni þar eins og lesa má undir gestaumsögnum á Booking.

Heitur pottur utandyra og gufubað innifalið í gistingu á Sigló Hótel