Eins og sést á myndinni þá hefur Gestaherbergið fengið gestastjórnanda í Gestaherbergið.
Jón Þór Helgason ætlar að stjórna þættinum að einhverju leiti úr stúdíói V á Íslandi en annars er þátturinn alla jafna sendur, og verður sendur út, í beinni útsendingu úr stúdíói III í Noregi.
Helga getur ekki verið með í dag og því sest Jón Þór í hennar stól…. en samt í sinn stól, heima hjá sér.
Svona er tæknin mögnuð.

Þemað já, flug og flugvélar. Dettur þér lag í hug sem getur tengst flugvélum og flugi?
Sendu þá inn þína hugmynd á Facebooksíðu Gestaherbergisins, á Facebook, og við munum reyna að spila lagið.

Viltu hringja í okkur og spjalla um það sem þér liggur á hjarta? Þú getur gert það, og við kynnum nýtt símanúmer FM Trölla.
Það er reyndar ekki alveg glænýtt en samt ekki svo gamalt. Síminn er 5800 580. Við munum svara eftir bestu getu.
Aðeins ein lína er í boði í einu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is