Fimmtudaginn 13. febrúar s.l. blés SSNV til veislu í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Tilefnið var veiting styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Alls voru 75 styrkir veittir til 60 aðila og námu styrkirnir alls 65.000.000 kr.

Menningarfélag Húnaþings vestra hlaut að þessu sinni styrk fyrir Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2020 og rekstrarstyrk fyrir árið. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem félagið fær rekstrarstyrk, sem er einstaklega ánægjulegt enda hjálpar það til við geta bætt aðbúnað og annað sem styrkir rekstrarlegan grundvöll félagsins.

Menningarfélagið var ekki eini styrkhafinn í Húnaþingi vestra enda voru alls 17 aðilar sem fengu úthlutað styrkjum vegna 22ja verkefna.

Olga Lind GeirsdóttirLopalind spunaverksmiðja3.896.500 kr.
Selasetur ÍslandsStofn- og rekstrarstyrkur 20202.200.000 kr.
Ferðamálasamtök Norðurlands vestraMarkaðssókn Ferðamálasamtaka Nl. vestra1.815.000 kr.
Kristólína ehf.Spæjaraskólinn – vöruþróun og kynning1.300.000 kr.
Selasetur ÍslandsMarkaðssókn Seal Travel1.237.500 kr.
Handbendi BrúðuleikhúsHvammstangi Internation Puppetry Festival   900.000 kr.
Handbendi BrúðuleikhúsStofn- og rekstrarstyrkur   900.000 kr.
Unglist í HúnaþingiEldur í Húnaþingi 2020   700.000 kr.
Selasetur ÍslandsModernization of the Icelandic Seal Museum   600.000 kr.
Húnaþing vestraFjölmenningarsamfélagið í Húnaþingi vestra   550.000 kr.
Ingibjörg JónsdóttirPopp- og rokkkór í Húnaþingi vestra   400.000 kr.
Karlakórinn LóuþrælarVor- og jólatónleikar 2020   400.000 kr.
Leikflokkur Húnaþings vestraPáskasýning Leikflokks Húnaþings vestra   400.000 kr.
Ungmennasamband V-Hún.Húni 41. árgangur   400.000 kr.
Verslunarminjasafnið HvammstangaStofn- og rekstrarstyrkur 2020   400.000 kr.
Félag eldri borgara Húnaþingi vestraVor – og jólatónleikar 2020   300.000 kr.
Menningarfélag Húnaþings vestraSöngvarakeppni Húnaþings vestra   300.000 kr.
Kristín ÁrnadóttirHátíðni 2020   250.000 kr.
Skúli EinarssonJólatónleikar Jólahúna 2020   250.000 kr.
Karlakórinn LóuþrælarGuðmundur í Neðra – upptökur   200.000 kr.
Menningarfélag Húnaþings vestraStofn- og rekstrarstyrkur 2020   200.000 kr.
Þorbjörg Inga ÁsbjarnardóttirÚtgáfa ljóðabókar   150.000 kr.

Heildarlista yfir styrkhafa er hægt að nálgast á vef SSNV, www.ssnv.is.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Valdimar Gunnlaugsson, varaformann Menningarfélags Húnaþings vestra, eftir að hafa veitt styrkjunum viðtöku.

Af vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra.