Fækkað hefur mikið í sjálfboðaliðahópnum á Dalvík og sárvantar því nýja sjálfboðaliða í verslun Rauða krossins og í fataflokkun á Dalvík til að hægt verði að halda áfram að reka verslun á svæðinu.

Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er gefandi fyrir samfélagið og sjálfboðaliða. Með því að taka þátt í fataverkefnunum eru sjálfboðaliðar að vinna að einni af helstu fjáröflunarleiðum Rauða krossins, ásamt því að að stuðla að umhverfisvernd. Þetta er líka tækifæri til að skapa stemningu og vera hluti af góðum félagsskap í sinni heimabyggð.

Það er nóg að geta komið inn einn dag í viku í tvo tíma í senn, það munar um allt. 

Ef þið hafið áhuga á tísku, endurvinnslu, búðarstörfum, mannúðarmálum og búið á Dalvík eða þar í kring, endilega hafið þá samband við Lindu eða Ingibjörgu í s: 5704 270 eða í netfangið lindagudmunds@redcross.is