Laugardaginn 31. ágúst verður Sunddagurinn mikli í Dalvíkurbyggð.

Í tilefni dagsins verður frítt í sund í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og opið er í lauginni á milli kl. 9 – 17.

Veittar verða viðurkenningar fyrir 200 m eða lengri sund milli kl. 10.00 – 14.00. Leiðbeiningar í sundi verða í lauginni milli 9.00 – 9.40

Tekið verður á móti skráningum á sundæfingar hjá Sundfélaginu Rán fyrir haustið 2019.

Æfingar verða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:00.

 

Forsíðumynd: Íþróttamiðstöðin Dalvík