Dalvíkurbyggð hefur látið gera myndband um hvað byggðarlagið er frábær búsetukostur fyrir þá sem vilja búa úti á landsbyggðinni.

Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar segir að þar sé blómstrandi atvinnulíf og gott að vera en fyrst og fremst er það mannauðurinn sem gerir samfélagið eins frábært og það er!

Getur verið að Dalvíkurbyggð sé rétta sveitarfélagið fyrir þig og fjölskylduna eða atvinnureksturinn?

Svarið er svo einfalt – láttu sjá þig í Dalvíkurbyggð!