Ítölsk pastasósa 

  • 1 grillaður kjúklingur (snjallt að kaupa hann tilbúinn)
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar frá SACLA
  • 70 g spínat
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 dl rjómi
  • salt, pipar og paprikukrydd
  • furuhnetur (yfir réttinn, má sleppa)
  • parmesan (yfir réttinn, má sleppa)

Skerið kjúklinginn í bita og hakkið bæði sólþurrkuðu tómatana og hvítlauksrifin. Hitið olíu (t.d. olíuna af tómötunum) eða smjör á pönnu og setjið sólþurrkuðu tómatana, hvítlaukinn, kjúklinginn og spínatið á pönnuna. Steikið saman um stund og hellið síðan rjómanum yfir og látið sjóða í 5-10 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og paprikukryddi.

Ristið furuhnetur og sjóðið pasta, og berið fram með pastasósunni. Berið strax fram, með parmesan og svörtum pipar í kvörn.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit