Góð mæting var á foreldrafund Menntaskólans á Tröllaskaga sem haldinn var miðvikudaginn 28. ágúst. Þar kynntu starfsmenn skólans skipulag náms og starfshætti í skólanum. Fjallað var um vendikennslu, starfsbraut, tölvukerfi, reglur um mætingu, sértæk námsúrræði, félagslíf, menningu og fleira.

Í lok fundar voru kjörnir fimm fulltrúar sem mynda foreldraráð skólans í vetur. Anna Hulda Júlíusdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Heimir Birgisson, Kristján Sturlaugsson og Ólöf Ásta Salmannsdóttir.

Mynd: SMH