Réttað verður í hinni vinsælu Laufskálarétt laugardaginn 25. september nk. Gildandi takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 heimila 500 manna hámarksfjölda í réttirnar en börn fædd 2016 eða síðar eru undanþegin þeirri fjöldatakmörkun.

Af þessum sökum verða aðeins gefnir út 500 miðar í réttirnar sem dreift verður til íbúa á upprekstrarsvæðinu. Öðrum en þeim sem hafa miða verður meinaður aðgangur að réttinni.

Stefnt er að því að halda reiðhallarsýningu í tengslum við Laufskálaréttir bæði á föstudags- og laugardagskvöldi í reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók. Vegna samkomutakmarkana er 500 manna hámarksfjöldi í höllina hvort kvöld.

Mynd/skagafjordur.is