Föt, föt, föt.
Sumir elska að versla sér föt, aðrir ekki. Sumir elska meira að segja að sleppa því að klæðast fötum – enginn sem við þekkjum samt (ekki svo við vitum)! En við þurfum á þeim að halda og í næsta þætti ætlum við að finna lög sem fjalla um föt á einn eða annan hátt. Segir tilfinningin okkur að af nógu er að taka.

Dettur þér eitthvað lag í hug sem fjallar um föt?

Óskalögin verða á sínum stað og það verður hægt að hringja í okkur eins og alltaf. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is