Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 653. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem lagt er til að þjónustusamningur um skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina verði framlengdur um eitt skólaár skv. framlengingarákvæði 3. gr. samnings frá 2018.

Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamning um skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina um eitt skólaár samkvæmt ákvæði 3. gr. þjónustusamnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.