Gleðilega hátíð kæru lesendur og hlustendur FM Trölla og trolli.is.

Í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá. Þátturinn verður með örlítið breyttu sniði því í dag verða eingöngu spiluð jólalög.
Bæði innlend og erlend.

Hljómsveitin Brek verður fyrirferðarmikil í þættinum því nú í desember fluttu þau eitt lag á hverjum sunnudegi á aðventunni og deildu þeim lögum á YouTube. Um er að ræða lifandi flutning og í þættinum í dag verða spiluð þessi fjögur lög sem eru Lítil jólasaga, Nóttin var sú ágæt ein, Jólasveinar ganga um gólf og Fairytale of New York.

Þátturinn er sendur út úr studio III í Sandefjord í Noregi.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.