Göngutúr frá höfninni að heimskautsbaug er um 3.7 km

Það er margt hægt að skoða í Grímsey og náttúrufegurðin er einstök. Eitt af því sem laðar ferðamenn að er listaverkið Hringur og kúla sem er nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna.

Kúlan er 3 metrar í þvermál og hugmynd listamannanna er sú að hún færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.

Tillaga Kristins og Studio Granda sigraði í samkeppni um nýtt kennileiti sem efnt var til undir lok ársins 2013.

Göngutúr frá höfninni að listaverkinu er um 3.7 km og frá flugvellinum um 2.5 km. Reikna má með um 2 klst. í gönguna (fram og til baka).

Náttúrufegurðin í Grímsey er einstök

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir