Flytjandi:: kef LAVÍK
Heiti plötu:: Eilífur snjór í augunum 
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundar laga og texta:: Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Friðriksson (nema annað sé tekið fram)

Kef LAVÍK gáfu út plötuna Eilífur snjór í augunum á föstudaginn.
Á plötunni eru 11 lög en áður hafa komið út smáskífurnar Vice City Baby, María (útsett fyrir þrjá) og Strobe (feat. JóiPé).

Kef LAVÍK hafa vakið athygli fyrir beitta og ósíaða texta sem oft lýsa fíkniefna notkun og kynlífi. 

Kef LAVÍK eru þeir Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Friðriksson og er Eilífur snjór í augunum sjötta platan þeirra en áður hafa þeir gefið út fimm plötur í fullri lengd.

Í maí á síðasta ári gaf kef LAVÍK út fjögurra laga EP plötuna Heim eftir 3 mánuði í burtu. Platan var fyrsta útgáfa þeirra sem gefin er út á vegum Öldu Music.


Lagalisti

1.      VICE CITY BABY
2.      María (útsett fyrir þrjá)
3.      Freak (María frh.) – (Lag: Daniil Múla Moroskin og Ármann Örn Friðriksson. Texti: Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Friðriksson)
4.      Englanna borðdans
5.      Manstu (feat. JóiPé) – (Lag: Ármann Örn Friðriksson. Texti: Jóhannes Damian Patreksson, Ármann Örn Friðriksson og Einar Birkir Bjarnason)
6.      In medias res
7.      Af hverju er enginn hérna reiður nema ég? – (Lag: Ármann Örn Friðriksson og Alexander Alvin Einarsson. Texti: Alexander Alvin Einarsson, Ármann Örn Friðriksson og Einar Birkir Bjarnason)
8.      Calliope (baðar brjóstin á sér) – (Lag: Ármann Örn Friðriksson. Texti: Hafdís Ýr Sævarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson og Einar Birkir Bjarnason)
9.      Október 2015 (Calliope frh.) – (Lag: Ármann Örn Friðriksson. Texti: Hafdís Ýr Sævarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson og Einar Birkir Bjarnason)
10.    Strobe (feat. JóiPé) – (Lag: Ármann Örn Friðriksson. Texti: Jóhannes Damian Patreksson, Ármann Örn Friðriksson og Einar Birkir Bjarnason)
11.    Augun pírð í þinna litadýrð demo 2 – (Lag og texti: Ármann Örn Friðriksson)

Platan á Spotify

Forsíðumynd: kef LAVIK eftir Hlyn Helga.