Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna sölu á lambakjöti sem talið að sé heimslátrað sauðfé. Tveir einstaklingar á Ólafsfirði liggja undir grun vegna málsins fyrir að bjóða kjötið til sölu á samfélagsmiðli.

Aðspurður tjáði Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra Trölla.is, að það kæmi sér verulega á óvart að MAST skuli kæra málið til lögreglu.

Heilbrigðisnefndin tók málið fyrir á fundi og afgreiddi málið í nóvember síðastliðinn. Var málið upplýst og fjáreigendum bent á að þetta væri ólöglegt og áminntir.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu.

Sjá fyrri frétt: ÓLÖGLEG SALA Á HEIMASLÁTRUÐU KJÖTI Í ÓLAFSFIRÐI Á FACEBOOK

Mynd: Guðný Ágústsdóttir