Matvælastofnun barst ábending um sölu á heimaslátruðu kjöti í Ólafsfirði. Umrædd sala á heimaslátruðu kjöti fór fram á facebook og sömuleiðis gaf úrgangur í gámum til kynna að talsvert er um sölu og heimavinnslu á kjöti.

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra fimmtudaginn 20. nóvember 2019 kemur fram að Heilbrigðiseftirlitinu er falið að áætla magn og meðferð úrgangs í samráði við MAST og sveitarfélögin sem koma að rekstri Heilbrigðiseftirlitsins.

Fundargerð: fundur_20.11._201911a

 

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.