Föstudaginn 30. nóvember fór fram hinn árlegi jólamarkaður í Menningarhúsinu Tjarnaborg og þar á eftir voru ljósin tendruð á jólatrénu sem stendur við Menningarhúsið.

Margt var um manninn á jólamarkaðnum og voru um 20 aðilar með söluborð. Þar var mikið að fallegu handverki til sölu, jólasíld frá Hofsós og allskonar varningur sem hægt er að gera til jólagjafa. Kvenfélagskonur úr Ólafsfirði voru með kakó og vöfflusölu sem ávalt fyrr.

Síðan var kveikt á jólatrénu og þar var glatt á hjalla, bæði ungir sem aldnir mættu og ekki létu jólasveinarnir sig ekki vanta og skemmtu þeir með söng og glensi.

Guðný Ágústsdóttir var á ferðinni með myndavélina og náði að fanga gleðina í jólabænum Ólafsfirði.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.