Kveikt var á jólatrénu á Ráðhústorgi Siglufjarðar í gær sunnudaginn 1. desember. Margt var um manninn eins og venja er þegar ljósin eru tendruð, veður stillt og gott, frekar kalt en fólk var vel búið og var ekki annað að sjá en allir væru glaðir í bragði.

Kynnir var Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Kristín Anna Guðmundsdóttir flutti ávarp, Kirkjukór Siglufjarðar tók lagið, börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar tónlistarkennara, leikskólabarn kveikti ljósin á trénu og jólasveinar sungu, skemmtu og gáfu góðgæti.

Kirkjukór Siglufjarðar tók lagið

 

Fjölmenni mætti á Ráðhústorgið

 

Gústi guðsmaður með í fjörinu

 

Jólasveinarnir mættu börnunum til mikillar gleði

 

Börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar