Boccia hefur verið keppnisíþrótt á íslandi í langan tíma, eða frá því fljótlega eftir að byrjað var að keppa í lyftingum hérlendis árið 1977  og 1979 í sjónvarpsal. Boccia er hugsuð sem endurhæfing fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Hún er meðal annars ein af opinberu greinunum sem keppt er í á Ólympíuleikum fatlaðra og er spiluð í yfir 40 löndum á heimsvísu.

Markmiðið er að kasta boltum sem næst hvítum bolta á afmörkuðum velli. Annað hvort keppa einstaklingar sín á milli eða þriggja manna lið hvert á móti öðru. Boltar andstæðinganna eru í sitthvorum litnum til aðgreiningar (oftast rauðir og bláir). Það lið sem byrjar, kastar hvíta boltanum út á völlinn og kastar síðan fyrsta boltanum sínum.

Síðan kastar andstæðingurinn, sá sem er fjær hvíta boltanum sínum bolta áfram þar til að hann kemst nær, annað hvort með því að koma boltanum sínum nær eða koma hinum boltunum frá. Einnig er hægt að koma hvíta boltanum út af vellinum, þá er hann sóttur og staðsettur á sérstökum punkti inn á vellinum miðjum, þetta getur breytt stöðu leiksins afar snögglega.

Þegar keppt er í liðum skiptir ekki máli í hvaða röð er kastað innan liðsins, það er oftast ákveðið á meðal liðsmanna út frá því hver er í besta færinu í það skiptið. Þegar allir hafa komið boltunum frá sér eru samlitir boltar sem eru nær hvíta boltanum taldir að næsta bolta hins liðsins og þessi fjöldi talinn sem stig handa sigurvegara þessarar lotu. En boltar utan vallar eru ógildir.

Venjulega eru einn til tveir dómarar á vellinum. Þegar þeir eru tveir er gjarnan einn sem sér um stigatöfluna á meðan hinn sér um að mæla fjarlægð á milli boltana og gefa merki með lituðum spjöldum um hver á að kasta næst ef vafi leikur á. Dómarinn sér einnig um að meta hvort boltar eru utan eða innan vallar, auk þess sem þeir fylgjast með því hvort stigið sé út af kastsvæðinu þegar kastað er. Ef það gerist er boltinn ógildur.

 

Í einstaklingskeppni er kastsvæðinu skipt í tvo helminga. Tveir kastreitir hvor um sig.

Í liðakeppni eru sex hlutar og liðunum dreift sitt á hvað (til skiptis).

Liðin ráða innra með sér hvar hver og einn liðsmaður er staðsettur.

Í bókum og greinum svo sem Wikipedia, frjálsa alfræðiritið á netinu er sagt að boccia sé keppnisíþrótt sem líkist keiluspili og boccia.

Í keppninni sjálfri eru sex lotur. Í keppnisreitnum lengst til vinstri er hvíta boltanum kastað eins og áður sagði. Í næstu lotu færist kastreitur til um einn reit, og er þá hjá hinu liðinu. Svo koll af kolli.

Til skiptis ef einstaklingar keppa sín á milli.

Vonir standa til að teikningar þessar verði að norðurlandareglum í boccia og síðar í alþjóðareglunum þegar fram líða stundir.

 

 

Texti: Viðar Jóhannsson
Mynd: Viðar Jóhannsson
Teikningar: Viðar Jóhannsson
Heimildir: Wikipedia