Á morgun laugardaginn 2. nóvember munu nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ganga í hús á Siglufirði og bjóða nýjar kleinur til sölu.

Þetta er árlegur viðburður sem er jafnframt liður í fjáröflun 10. bekkinga fyrir útskriftarsjóðinn.

Ólafsfirðingar og aðrir geta pantað kleinur í síma 857 7317 (Sigríður Ósk Salmannsdóttir).

Kleinusalan hefst um kl. 10 árdegis.

 

Mynd: af netinu