Bæði skíðafélögin í Fjallabyggð eru á leið í æfingaferðir erlendis

Í janúar stefna bæði skíðafélögin með iðkendur sína á erlenda grund til skíðaæfinga.

Áfangastaður iðkenda Skíðafélags Ólafsfjarðar er Geilo í Noregi. Um er að ræða 18 krakka á aldrinum 12 – 16 ára sem æfa alpagreinar og skíðagöngu.

Iðkendur Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar munu aftur á móti halda til Austurríkis, líkt og síðustu ár, og leggja stund á æfingar í alpagreinum.

Krakkarnir hafa staðið í ýmsum fjáröflunum undanfarnar vikur til að greiða niður ferðakostnaðinn.

Á myndinni má sjá iðkendur SÓ sem söfnuðu áheitum og skiptust svo á að æfa í sólarhring, en langt er síðan SÓ hefur átt slíkan fjölda af iðkendum 12-16 ára.

Heimild og mynd/ Frétta- og fræðslusíða UÍF