Í dag mun Palli litli, sem stjórnar þættinum og sendir út frá studio III í Noregi, spila nokkur jólalög en einnig nokkur “ekki-jólalög”.

Þátturinn verður á dagskrá á milli klukkan 13:00 og 14:00 á FM Trölla og á trölli.is

Hægt að hlusta á þáttinn á FM 103,7 á hlustunarsvæði Trölla.
Einnig í ýmsum smáforritum svo sem Spilaranum, TuneIn radio, RadioGarden og fleirum.
Hægt er að setja upp þessi forrit í til dæmis Apple TV, snjallsímum og snjallsjónvörpum.

Þeir sem hafa lakari nettengingu geta hlustað á þáttinn í lægra netstreymi á síðunni skip.trolli.is