Fussumsvei er að gefa út sitt þriðja lag þann 15. desember næstkomandi. Ekki mjög jólalegt kannski en nýtt lag engu að síður.

Lagið heitir Túristagildra og er um neikvæða upplifun ferðamanns á viðkomustöðum sínum og þá sérstaklega barmar hann sér yfir háu verðlagi og finnst græðgin vera allt umlykjandi.

Svo er ýmislegt fleira tínt til: vont veður, mannþröng ,miklar og vondar veitingar.

Tekið skal fram að textinn er ekki byggður á persónulegri upplifun textahöfundar nema að mjög litlu leyti. Kannski þurfti hann að borga aðeins meira en góðu hófi gengdi fyrir snautlegar vöfflur fyrir einhverjum árum síðan en það er að mestu gleymt og fyrirgefið.”


Aðsent