17. júní 2018 Hátíðardagskrá í Fjallabyggð

Dagskrá á Siglufirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00 Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju

  • Nýstúdent Haukur Orri Kristjánsson leggur blómsveig að minnisvarðanum
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar flytur ávarp
  • Kirkjukór Siglufjarðar flytur nokkur lög

Kl. 14:00 -16:00 Söluturninn Siglufirði. Sýning á verkum Guðmundar góða
Kl. 13:00 -16:00 Saga-Fotografia á Siglufirði. Opið hús
Kl. 14:00 -17:00 Kompan, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar
Kl. 14.00 -17:00 Ljóðasetur Íslands; Ljóðabækur og kveðskapur tengdur Siglufirði
Kl. 15:00 -17:00 Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar í Kiwanis húsinu á Siglufirði
Verð f. fullorðna kr. 2.000.- og 12 ára og yngri kr. 500.-

Dagskrá í Ólafsfirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00-13:30 Kaffi Klara Þjóðlegur íslenskur hádegisverður, Ave Sillaots leikur lög á harmoníku
Kl. 13:00 Knattspyrnuleikur; 7. og 8. flokkur KF, á æfingasvæðinu í Ólafsfirði. Iðkendur mæta við vallarhús kl. 12:45
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá við Tjarnarborg:

  • Hátíðarræða: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
  • Tónlistaratriði
  • Ávarp Fjallkonunnar
  • Tónlistaratriði
  • Leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill og margt fleira
  • Sölubásar

Kl. 15:00-17:00 Listhús Ólafsfirði, Sýningaropnun Scott Probst ljósmyndari frá Ástralíu og grafíski hönnuðurinn Ben Evjen frá Bandaríkjunum opna sýninguna “Monster House” í Listhúsinu á Ólafsfirði.

Stærsta vatnsrennibraut landsins (Skíðastökkpallurinn) verður opnuð. Tímasetning opnunar tilkynnt á hátíðinni.

Rútuferðir á milli byggðakjarna verða sem hér segir: 
Frá Ráðhústorginu Siglufirði: kl. 12:30 og 13:30
Frá íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði: kl. 16:00 og 17:00

Dagskrá getur tekið breytingum og er birt með fyrirvara um slíkt.

Dagskrá til útprentunar (pdf)

 

Heimild: fjallabyggd.is
Mynd: Rebel Raven