Um helgina fór fram á Siglufirði landsmót unglingadeilda Landsbjargar. Yfir 300 manns tóku þátt í mótinu, og komu víðsvegar að af landinu. Fólkið gisti í tjöldum á svæðinu við Hól, sunnan til í Siglufirði. Á morgnana var fólkið vakið kl. 7:30 með lúðraþyt á tjaldsvæðinu og morgunmatur borinn fram. Einnig var hádegismatur og kvöldmatur fyrir alla mótsgesti.

Mótið þótti takast mjög vel, þátttaka mjög góð og var mikið um að vera í tengslum við það vítt og breytt um Siglufjörð.