Nú geta sjómenn á hafi úti, sem hafa takmarkaða Internet tengingu hlustað á FM Trölla. Sum íslensk millilandaskip nota svokallaða VSat tengingu, sem er hæg Internet tenging um gervihnött. FM Trölli hefur nú sett upp sérstaka þjónustu fyrir þess konar tengingar, með lágum bitastraumi, sem hentar hægum eða mjög takmörkuðum tengingum til að hlusta á FM Trölla.

Slóðin er:  http://skip.trolli.is

Mynd: af netinu
Frétt: Gunnar Smári Helgason