Aurbjörg er fjártækni (e. fintech) vefsíða sem hjálpar þér með fjármálin. Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða neytendur við ákvarðanir tengdar fjármálum. Aurbjörg.is er óháð öðrum fjármálafyrirtækjum og gætir hagsmuna neytenda í hvívetna.

Á vefsíðunni má finna ýmsar þjónustur tengdar sparnaðarreikningum, kortum og húsnæðislánum, eins og þjónustu til að finna hagstæðustu húsnæðislánin og endurfjármagna þau í óháðum samanburði.

Tilgangur vefsíðunnar er að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl.

 

Frétt: af aurbjörg.is