Yfirlitssýning verður á verkum Ragnars Páls Einarssonar á Gránuloftinu sumarið 2025.

Markmið sýningarinnar er að gera listamanninum hátt undir höfði og gefa honum tækifæri til að sýna verk sín með vönduðum og veglegum hætti á heimaslóðum, en hann er á níræðisaldri og sinnir enn myndlistinni.

Stefnt er að sýningaropnun á þjóðarhátíðardaginn, 17. júní – og að sýningin standi til sumarloka.

Þema yfirlitssýningarinnar er Siglufjörður og síldin.

Verk Ragnars Páls er að finna víða; í eigu listamannsins sjálfs, í einkaeigu og í Listasafni Fjallabyggðar og margir þekkja Ragnar Pál og verkin hans vel.

Áratugir eru síðan verk hans voru síðast sýnd á heimaslóðum og því afar viðeigandi að skapa listamanninum rými til veglegrar og vandaðrar sýningar. Sýningarstaðurinn, Gallerí Grána, er öllum opinn – sjö daga vikunnar, og aðgengi að sýningunni því með allra besta móti fyrir áhugasama.