Þær leiðinlegu fréttir bárust frá stjórnendum á Krílakoti í gær að skemmdarverk hefðu verið framin á útileiksvæði leikskólans um helgina.

Spýtur voru brotnar í kastala sem mikið er notaður af nemendum leikskólans og einnig hafa nokkur útiljós verið brotin. 

Aðkoman, sem sjá má á meðfylgjandi myndum af útisvæðinu, var því afar leiðinleg fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans.

Skoða á vef Dalvíkurbyggðar.