Á 200. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 14. apríl sl., var tekið fyrir neðangreint erindi og samþykkti bæjarstjórn svonefnda tillögu um afgreiðslu:

Lausaganga katta

Bæjarstjórn samþykkir að fela tæknideild að kynna núverandi samþykkt um kattahald fyrir kattaeigendum í Fjallabyggð og öðrum íbúum sveitarfélagsins, sérstök áhersla skal lögð á að kynna þær greinar samþykktar sem snúa að lausagöngu á varptíma, skilyrðum leyfis fyrir kattahaldi og viðurlögum sem í samþykktinni eru.

Einnig er tæknideild falið að koma á skilvirku ferli er varðar tilkynningar um ónæði af köttum og að halda utan um tölfræði vegna þeirra tilkynninga.

Að síðustu felur bæjarstjórn tæknideild að vinna tillögu að endurskoðun á samþykkt um kattahald og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. nóvember 2021, tillagan skal unnin í nánu samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd og byggð á reynslu af kynningu á núverandi samþykkt og tölfræði sem aflað verður í sumar.

Kattareigendur eru hvattir til að kynna sér samþykkt Fjallabyggðar um kattahald sem er að finna HÉRÍ henni kemur m.a. fram að eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Sækja skal um leyfi til kattahalds á heimasíðu Fjallabyggðar undir íbúagátt, fyrir alla ketti sem halda á í Fjallabyggð. Sótt skal um leyfi fyrir kött áður en hann verður 2 mánaða gamall og fyrir eldri kött skal sótt um leyfi þegar hann kemur inn á heimilið.