Það verður Rokkballöðuþema í Gestaherberginu í dag milli kl. 17 og 19.
Lög eftir Mötley Crüe, Guns n’ Roses, Scorpion, Bon Jovi, Steelheart og fleiri. Þetta verður stórkostleg rokkveisla – í rólegri kantinum!

Óskalögin verða á sínum stað og það er sama hvort þau tengist þemanu eða ekki. Sendið umsjónarfólki skilaboð í gegnum fésbókarsíðu Gestaherbergisins eða hringið í okkur í beina útsendingu. Símanúmerið er hægt að finna á Facebook.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is