Rannsóknir hafa leitt í ljós að tónlistarnám hefur bætandi áhrif á annað nám, sérstaklega í raungreinum.

Tónlistarnám eykur einbeitingu og stuðlar að betri vinnubrögðum hjá nemendum. Auk þess hefur tónlist og tónlistariðkun bætandi áhrif á sálarlífið og stuðlar að gleði og lífsfyllingu.

Samleikur og kórsöngur stuðlar að meiri félagsþroska hjá börnum.  Tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.

Nú er opið fyrir umsóknir í Tónlistarskólann á Tröllaskaga, og því tilvalið að sækja um, en það er gert á vefsíðu skólans: tat.is

 

Við skólann starfa 16 tónlistarkennarar ýmist í hluta- eða fullu starfi. Í skólanum er kennt á píanó, fiðlu, gítar, blokk­flautu, þverflautu, trompet, klarínett, saxófón, rafmagnsgítar, bassagítar, trommur og einnig er kenndur söngur. Forskólinn er fyrir nemendur 1.-4. bekkjar í grunnskólanum. Þar er lögð áhersla á söng, hrynþjálfun og grundvallarþekkingu á nótum. Samvinna milli Tónlistarskólans og Grunnskóla á Tröllaskaga er í góðum farvegi og í stöðugri þróun.