“Laugardaginn 18. maí kl. 15 verður sýningin Vor opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar sýna 30 norðlenskir myndlistarmenn verk sín sem er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin er tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða m.a. málverk, vídeóverk, skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar. Sambærileg sýningin var síðast haldin í Listasafninu sumarið 2017”. Texti tekin að láni frá ListAk.

Þrír listamenn úr Fjallabyggð voru valdir að þessu sinni til að taka þátt í sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri. það vekur athygli fréttaritara að þessir þrír listamenn sem eru Bergþór Morthens, Brynja Baldursdóttir og Hólmfríður Vídalín Arngríms, eru öll aðflutt frá suðvestur horni landsins. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa kveðið að sér með öflugu frumkvöðlastarfi sínu og hafa bætt menningarlíf Fjallabyggðar til muna.

Bergþór Morthens byggði upp myndlistarbraut við MTR þar sem hann hefur kennt allar götur síðan. Hann starfar að myndlist sinni bæði á vinnustofu sinni á Siglufirði og í Gautaborg.

Brynja Baldursdóttir er upphafsmaður og einn stofnanda gestavinnustofunnar í Herhúsinu og var formaður þess félags fyrstu 6 árin. Hún var einn þriggja stofnanda Kommunar handverksmiðju og starfar að myndlist á vinnustofu sinni á Siglufirði.

Hólmfríður Vídalín Arngríms keramiker rekur vinnustofu sína í Ólafsfirði, hefur starfað að myndlist með leir sem aðalefni í 29 ár. Hólfríður er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019.

Einnig Tekur Svava Juliusson myndlistamaður sem ættuð er frá Siglufirði þátt í sýningunni. Hún hefur búið og starfað erlendis í áratugi.

Fréttaritara var ekki kunnugt um hvort fleiri listamenn hafi sótt um þátttöku í sýningunni frá Fjallabyggð. Vor stendur til 29. september og verður opin alla daga kl. 10-17.Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá á íslensku og ensku og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamanna.

Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er alla fimmtudaga, á íslensku kl. 16 og á ensku kl. 16.30